Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 17. september 2017 19:08
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Milos: Mínir menn fóru ekki eftir fyrirmælum
Milos var óánægður með sína menn í dag
Milos var óánægður með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks var óánægður með sína menn er liðið tapaði gegn Grindavík, 4-3 í dag. Stífur vindur var á annað mark vallarins og setti það strik sinn í reikninginn.

„Veðrið stjórnaði því hver yrði með yfirhöndina í hálfleikunum. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en við komumst yfir og gátum komið í veg fyrir jöfnunarmarkið auðveldlega. Þeir voru með væna forystu, 3-1. Bara verðskuldað," sagði Milos.

Líkt og áður segir var afleitt veður í Grindavík í dag. Stífur vindur á annað markið og ringdi duglega.

„Ég vil byrja á að segja að ég get ekki svarað þessu. Ég var ekki að spila, ég var á hliðarlínunni. Ef ég þarf að velja veður til þess að spila fótboltaleiki þá myndi ég ekki sjálfur gera það. Margir myndu segja að ég sé að væla. Engu að síður fannst mér við alltof klaufalegir og alltof mörg einstaklingsmistök til þess að vinna gott lið eins og Grindavík. Við þurfum að vera raunhæfir og horfa í augun á hvorum öðrum og spyrja sig afhverju okkar bestu menn eru að gera mistök. Ég get ekki annað sagt en að þetta er einbeitningarleysi eða sakna þess að komast í frí sem fyrst. Eins og staðan er, erum við í skítamálum."

Breiðablik sótti töluvert á mark Grindavíkur með vindinn í bakið í seinni hálfleik í stöðunni 3-2. Það voru hins vegar Grindvíkingar sem juku muninn og komust í 4-2.

„Það má alveg segja fyrir þennan leik. Þeir eru með Andra en ekki við. Við fengum fullt af færum og meira að segja hálfs metra færi en náum ekki að skora."

Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk í kvöld og er nú kominn með 18 mörk í deildinni. Aðeins eitt mark vantar upp á að jafna markametið fræga. Milos var óánægður með sína menn sem fylgdu ekki fyrirmælum í að stoppa framherjann.

„Það er alls ekki erfitt að leggja upp leik. En það er erfitt að fá menn að fókusera menn á það sem á að gera. Mjög einfalt að passa upp á Andra. Ég ætla ekki að segja það núna því það lítur ekki þannig út. Hann skoraði tvö mörk. En ég get alveg sagt frá A-Ö að mínir menn fóru ekki eftir fyrirmælum í fyrsta skiptið í sumar."

Milos skynjar það að leikmenn Breiðabliks vilji komast sem fyrst í sumarfrí.

„Það leit þannig út í minnsta kosti í 25 mínútur á móti KR og svo vorum við að vorkenna okkur því það var vont veður í upphafi. Þegar við áttum okkur svo á því að við þurfum að spila þá er það orðið seint."

Leiknum í dag var seinkað vegna þess að myndatökumaður var seinn á leikinn. Milos telur þó að það hafi ekki truflað undirbúninginn fyrir leikinn.

„Nei alls ekki. En þetta er bara, að sjónvarpsstofa geti stoppað hvenær leikur byrjar. Svona er þetta. Við erum á Íslandi, ekki á Spáni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner