Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 17. september 2017 19:53
Magnús Þór Jónsson
Túfa: Virði Óla Jó - Alinn upp við að svara ekki eldra fólki
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tufa þjálfari KA var ekki sammála því að þeir norðanmenn hafi komið á KR-völlinn í dag til að ná að verja 1 stig eins og þeim reyndar tókst í 0-0 jafnteflinu.

"Planið var að sækja hér þrjú stig.  Við erum að mæta hér risaklúbbi á þeirra heimavelli og þá þarftu að velja leiðirnar sem duga til að ná í punktana og ég er bara mjög ánægður með leikinn heilt yfir, ekki síst miðað við að þetta var þriðji leikurinn á einni viku."

Hvað fannst honum um þau ummæli að þeir hafi farið inn í leikinn á svolítið "physical" hátt.  Voru KA-menn grófir í dag?

"Ég get ekki verið sammála því. Veit ekki hver tölfræðin var í brotum en mér fannst miklu meira dæmt á okkur í svona 50-50 aðstæðum.  Við erum skipaðir leikmönnum sem eru líkamlega sterkir og við komum með mikinn vilja til að vinna leikinn.  Þetta var hörkuleikur sterkra liða og ekki yfir neinu að kvarta."

KR skoraði mark sem stóð ekki, en þá höfðu liðin stillt sér upp til að hefja leik á miðju, áttaði Tufa sig á því hvað var þar í gangi?

"Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki vel hvað gekk á.  Ég sé bara að aðstoðardómarinn kallar á aðaldómarann og talar við hann og eina sem ég man er að leikmaður er að hlaupa í átt að Rajko þegar skotið kemur, þarf að sjá þetta betur".

Óli Jó Valsþjálfari skaut á KA-menn eftir jafntefli liðanna á fimmtudag og kallaði eftir því að svo dýrt lið sem KA væri ætti að spila betri fótbolta.  Hvað vill Tufa segja um það?

"Ég virði Óla bæði sem mann og þjálfara.  Ég er alinn upp við það að svara ekki eldra fólki.  Ég held að Óli hafi verið að tala um sitt lið, lið sem er með 60 - 70 milljóna meira budget en lið sem er nýliði í deildinni eftir 13 ár í Inkasso.  Ég held að hann hafi bara ekki verið ánægður með sína menn í þessum leik."

Nánar er rætt við Tufa í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner