Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. október 2014 17:19
Magnús Már Einarsson
Bjarni Guðjóns: Heillar alla að þjálfa KR
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við skiljum í fullri sátt. Ég óska Fram alls hins besta og vonast til að þeir komist sem fyrst aftur upp í Pepsi-deildina," sagði Bjarni Guðjónsson við Fótbolta.net síðdegis í dag en hann er hættur sem þjálfari Fram.

,,Það kom í ljós að fjárhagslegur skaði af því að falla var meiri en menn bjuggust við. Því varð hálfgerður forsendubrestur á þeirri ferð sem hófum í fyrra."

Bjarni gerði þriggja ára samning við Fram síðastliðið haust og þá var talað um að byggja upp til framtíðar. Hefur sú tilraun misheppnast?

,,Það er ekki hægt að segja til um það strax. Hluti af vandamálinu sem er verið að etja við er að það eru leikmenn að fara frá félaginu. Það er ekki gott að byggja til framtíðar á þriggja ára plani þegar þú missir leikmenn á hausti. Þá fer planið svolítið út um gluggann."

,,Það eru samt ennþá ungir og efnilegir leikmenn í Fram og það eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp. Ég held að Fram muni ekki fara frá þeirri stefnu að nota ungu leikmennina. Þessi reynsla sem strákarnir fengu í úrvaldseildinni í sumar á eftir að nýtast þeim."


Bjarni lagði skóna á hilluna síðastliðið haust og tók við Fram. Hann segist hafa áhuga á að halda áfram í þjálfun.

,,Ég held að það sé bara eitt starf eins og staðan er akkúrat núna og það er ÍBV. Ég er í fullu starfi annars staðar svo ég er pollrólegur. Þetta var rosalega gaman í sumar og ég hef fullan hug á að halda áfram að þjálfa. Ég fékk frábært tækifæri hjá Fram að þjálfa lið í efstu deild og í Evrópukeppni. Ég fékk mikla reynslu úr sumrinu og hún fer ekkert."

Mikil óvissa ríkir um framtíð Rúnars Kristinssonar þjálfara KR. Bjarni var fyrirlði KR áður en hann tók við Fram og hann er í miklum metum hjá félaginu. Hefur hann áhuga á að taka við KR?

,,Að sjálfsögðu. Ég hugsa að það heilli alla þjálfara á Íslandi að þjálfa stærsta félagslið á Íslandi en þeir eru með mjög færan þjálfara sem er ennþá í vinnu og það er óvíst hvað verður um Rúnar," sagði Bjarni.
Athugasemdir
banner
banner
banner