Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. október 2014 23:47
Elvar Geir Magnússon
Cavani skoraði og fékk svo rautt eftir fagnið
Cavani tekur sitt hefðbundna byssufagn.
Cavani tekur sitt hefðbundna byssufagn.
Mynd: Getty Images
Paris St-Germain vann 3-1 útisigur gegn Lens í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Edinson Cavani skoraði síðasta mark leiksins úr vítaspyrnu fyrir PSG.

Cavani fagnaði á sinn hefðbundna hátt með því að þykjast skjóta í átt að áhorfendaskaranum en dómari leiksins, Nicolas Rainville, var ekki hrifinn og gaf honum gult spjald,

Cavani var gáttaður og mótmælti dómnum en í mótmælunum togaði hann lauslega í hendina á dómaranum og uppskar rautt spjald. Ákvörðun dómarans hefur fengið hörð viðbrögð á samskiptamiðlum og forseti PSG lýsti yfir hneykslun í viðtali við fjölmiðla.

Yohan Cabaye og Maxwell skoruðu hin mörk PSG sem er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Marseille sem auk þess á leik til góða.


Athugasemdir
banner
banner
banner