Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. október 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Chuck hefur áhuga á að spila áfram á Íslandi
Chuck á sprettinum.
Chuck á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bandaríski framherjinn Chukwudi Chijindu hefur áhuga á að leika áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Chuck hefur leikið með Þór frá því um mitt sumar árið 2012 en ljóst er að hann er á förum frá félaginu eftir fall niður í 1. deild. Chuck missti af fyrri hluta tímabils vegna meiðsla náði síðan ekki að komast á blað í ellefu leikjum í síðari umferðinni.

Þessi 28 ára gamli leikmaður er ennþá á Íslandi en hann fer heim til Bandaríkjanna í næstu viku. Hann segist vera opinn fyrir því að spila áfram í Pepsi-deildinni.

,,Það eru góð lið í Pepsi-deildinni og auðvitað er möguleiki á að ég verði áfram hér. Ég hef þó ekki rætt við nein félög," sagði Chuck við Fótbolta.net í dag.

Í fyrra skoraði Chuck tíu mörk í Pepsi-deildinni og var í kjölfarið orðaður við lið í toppbaráttunni.

,,Ég ræddi við topp félög á Íslandi en af ákveðnum ástæðum gekk það ekki upp. Ég hef áhuga á að vera áfram ef tækifærið býðst," sagði Chuck sem er hrifinn af íslenska boltanum.

,,Íslenska landsliðið er gera frábæra hluti í undankeppni EM og íslenski boltinn er vaxandi. Fólk ber ekki virðingu fyrir íslenska boltanum fyrr en það kynnist honum. Ég held að deildin verði ennþá sterkari á næsta ári."
Athugasemdir
banner
banner