fös 17. október 2014 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Stórleikur á Etihad
Gylfi Þór og félagar í Swansea mæta Stoke City
Gylfi Þór og félagar í Swansea mæta Stoke City
Mynd: Getty Images
Enski boltinn fer aftur á fullt um helgina eftir skemmtilegt landsleikjahlé en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City heimsækja Stoke City á sunnudag.

Manchester City fær Tottenham Hotspur í heimsókn á Etihad leikvanginn í hádeginu á morgu. Englandsmeistararnir hafa byrjað tímabilið þokkalega en liðið er með fjórtán stig í fjórða sæti á meðan Tottenham er í sjötta sæti með ellefu stig.

Arsenal mætir Hull City klukkan 14:00 og er nóg af leikjum á þeim tímanum. Burnley og West Ham United mætast einnig þá í hörkuleik. Crystal Palace fær Chelsea í heimsókn sem er farið að þykja líklegasta liðið til þess að til að gera tilkall til Englandsmeistaratitilsins.

Everton fær Aston Villa í heimsókn og þá mætast Newcastle United og Leicester City í öflugum leik. Sunderland og Southampton eigast svo við í hörkuleik.

Á sunnudag fær QPR lið Liverpool í heimsókn í hádeginu. QPR hefur ekki gengið vel í byrjun tímabils en Harry Redknapp og félagar fá verðugt verkefni. Fer Mario Balotelli loksins í gang?

Stoke City fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea City en Gylfi hefur verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Á mánudag mætast síðan WBA og Manchester United í lokaleik umferðarinnar en Man Utd er allt að koma til eftir slæma byrjun í deildinni.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
11:45 Manchester City - Tottenham Hotspur
14:00 Arsenal - Hull City
14:00 Everton - Aston Villa
14:00 Burnley - West Ham United
14:00 Crystal Palace - Chelsea
14:00 Newcastle United - Leicester City
14:00 Southampton - Sunderland

Sunnudagur:
12:30 QPR - Liverpool
15:00 Stoke City - Swansea City

Mánudagur:
19:00 WBA - Manchester United
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner