Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 17. október 2014 14:40
Elvar Geir Magnússon
Finnur og Óskar orðaðir við FH - Finnur segist ekki í viðræðum
Finnur Orri og Óskar Örn hafa verið orðaðir við FH.
Finnur Orri og Óskar Örn hafa verið orðaðir við FH.
Mynd: Fótbolti.net
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, segist ekki hafa heyrt í FH-ingum en það eru sögusagnir í gangi um að Hafnarfjarðarliðið hafi áhuga á Finni sem er samningslaus.

Finnur kom heim frá Ítalíu í gær en þar var hann í fríi. Hann segir að engir fundir séu á döfinni hjá sér sem stendur og ekkert sé að frétta.

Þá hefur Óskar Örn Hauksson verið sterklega orðaður við FH og Vísir.is greindi frá því að Óskar hefði rætt við Hafnarfjarðarliðið. Samningur Óskars við KR er runninn út.

Fótbolti.net hefur reynt að ná í Óskar í dag og einnig framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar FH án árangurs.

„Það er margt í gangi og ég sé bara hvað verður. Það er ekkert stress á mér," sagði Óskar við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner