Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. október 2014 14:30
Fótbolti.net
Geir Þorsteins gestur í útvarpsþættinum á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, verður gestur útvarpsþáttarins Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 á morgun. Þátturinn er milli 12 og 14 eins og alla laugardaga.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson eru umsjónarmenn þáttarins og er hægt að senda þeim spurninga fyrir Geir í gegnum Twitter.

Rætt verður um uppgang landsliðsins og þá athygli sem hann hefur fengið. Hver eru næstu skref og hverjar eru helstu hraðahindranirnar varðandi stækkun Laugardalsvallar?

Landsliðið okkar verður að sjálfsögðu aðalumræðuefni þáttarins en Magnús Már Einarsson mætir og ræðir við Elvar og Tómas um stöðu Íslands í riðlinum og frammistöðuna eftir fyrstu þrjá leikina.

Sænski blaðamaðurinn Petter Östman hjá Expressen verður einnig a línunni og rætt verður um Lars Lagerback og stöðu sænska landsliðsins.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner