fös 17. október 2014 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Birkir Bjarna spilaði í tapi Pescara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara og íslenska landsliðsins, var í eldlínunni í kvöld er Pescara tapaði fyrir Vicenza með tveimur mörkum gegn einu í Seríu B á Ítalíu.

Birkir, sem lék glimrandi vel í 2-0 sigri Íslands á Hollandi á dögunum, var í byrjunarliði Pescara gegn Vicenza í kvöld en honum var þó skipt af velli undir lok leiks.

Pescara er í fimmtánda sæti ítölsku B-deildarinnar með 9 stig og hefur gengið afar illa að fóta sig.

Birkir lék á síðustu leiktíð með Sampdoria í Seríu A en á sama tíma átti Pescara helmingshlut í honum. Pescara vann svo umslagaleikinn fræga í sumar en liðið bauð hærri upphæð en Sampdoria í hinn helminginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner