Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 17. október 2014 14:42
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Karl hafnaði Gróttu
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur hafnað tilboði um að taka við þjálfun Gróttu en þetta staðfesti Hilmar Steinar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar við Fótbolta.net í dag.

Jóhannes Karl komst að samkomulagi um starsflok hjá Fram í vikunni og er án félags. Hann ákvað að hafna tilboði Gróttu eftir að hafa verið í viðræðum við félagið.

,,Þetta var komið svolítið langt en hann gaf þetta fra sér. Hann var spenntur fyrir því að fara út í þjálfun en ég held að niðurstaðan hjá honum hafi verið spila áfram í Pepsi-deildinni," sagði Hilmar við Fótbolta.net í dag.

Grótta komst upp í 1. deild á dögunum en Ólafur Brynjólfsson hætti sem þjálfari liðsins eftir tímabilið.

Grótta hefur rætt við fleiri þjálfara en þar á meðal er Páll Einarsson þjálfari 2. flokks Breiðabliks. Grótta ræddi einnig við Sigurð Ragnar Eyjólfsson en ljóst er að hann mun ekki taka við.

,,Menn eru að skoða málin. Það eru nokkrir valkostir eftir og þetta skýrist vonandi á næstu dögum," sagði HIlmar.
Athugasemdir
banner
banner
banner