Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. október 2014 13:18
Magnús Már Einarsson
Keflavík hefur áhuga á Guðjóni Árna og Hólmari
Guðjón Árni gæti verið á leið aftur í Keflavík.
Guðjón Árni gæti verið á leið aftur í Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Keflavík hefur áhuga á að fá Guðjón Árna Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson ,,heim" frá FH.

Guðjón Árni og Hólmar Örn hafa báðir leikið lengst af á sínum ferli með Keflavík en þeir hafa spilað með Fimleikafélaginu undanfarin ár.

,,Þeir eru að losna undan samning og eins og önnur félög þá horfum við á okkar menn í öðrum félögum og reynum að fá þá," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur við Fótbolta.net í dag en hann skrifaði sjálfur undir nýjan samning við félagið í dag sem gildir til ársins 2016.

Guðjón Árni var að ljúka sínu þriðja tímabili með FH en þessi 31 árs gamli bakvörður spilaði einungis sex leiki í sumar þar sem höfuðmeiðsli settu strik í reikninginn.

Hólmar Örn er 32 ára gamall miðjumaður en hann hefur spilað með FH undanfarin fjögur ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner