Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 17. október 2014 13:03
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds framlengir við Keflavík
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Kristján Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um eitt ár en hann er nú samningsbundinn félaginu út árið 2016.

Kristján gerði nýjan samning þar sem hann er nú komin í fullt starf sem þjálfari Keflavíkur. Kristján starfaði áður einnig sem fasteignasali en hann mun nú einbeita sér að þjálfunini.

,,Þetta snérist svolítið um breytingu á samningnum og því var ákveðið að bæta einu ári við. Við vorum að breyta vinnuumhverfinu og höfum áhuga á að stíga næstu skref. Við viljum ná meiri stöðugleika," sagði Kristján við Fótbolta.net í dag.

Keflvíkingar enduðu í 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið í fallbaráttu fram í næstsíðustu umferð. Stefnan er sett hærra hjá Keflvíkingum næsta sumar.

,,Það verða breytingar á leikmannahópnum og vinnuumhverfinu eins og eðlilegt er. Við höfum áhuga að styrkja leikmannahópinn meira. Við þurfum að bæta í og leggja okkur aðeins meira fram til þess að reyna að ná í efstu liðin. "

Kristján tók aftur við Keflavík um mitt tímabil í fyrra eftir að hafa áður þjálfað Valsmenn í tvö ár. Hann þjálfaði einnig Keflavík frá 2006 til 2009 og varð bikarmeistari með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner