Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. október 2014 13:04
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsverkefni voru frí - Ekkert rætt um taktík
Guðlaugur Victor og Arnór í viðtali í Svíþjóð.
Guðlaugur Victor og Arnór í viðtali í Svíþjóð.
Mynd: Hels­ing­borgs Dag­blad
„Áður fyrr var litið á landsliðsverkefni sem frí. Þetta snerist um að hitta fjölskylduna og skemmta sér með vinum sínum," segir Guðlaugur Victor Pálsson í áhugaverðu viðtali við Hels­ing­borgs Dag­blad í Svíþjóð.

Hann og Arnór Smárason, leikmenn Hels­ing­borg, ræða þar um breytinguna á landsliðinu síðan Lars Lagerback tók við stjórnartaumunum af Ólafi Jóhannessyni.

„Ég er sjálfur nýr í hópnum en strákarnir hafa sagt mér frá því hvernig þetta var áður en Lars kom. Þetta hugarfar smitaði út frá sér í leikjum og ef menn fengu á sig mark var bara hugsað um að kíkja á krána."

Arnór tekur undir þetta. „Áður fyrr var landsliðsverkefni bara þægi­leg­ur hitt­ing­ur. Það var ekkert leikskipulag í gangi fyrir leiki. Allar þrjár æfingarnar fyrir leik fóru kannski í að spila ungir gegn gömlum án þess að taktík var til umræðu," segir Arnór.

„Nú fær þjálfarinn virðingu leikmanna. Hjá Lagerback er ekkert kjaftæði í gangi," segir Guðlaugur Victor.

Í vitðalinu koma þeir einnig inn á mikilvægi Heimis Hallgrímssonar í teyminu. Lars er alvarlegri týpa sem er með allt á hreinu en hjá Heimi er styttra í léttleikann að sögn Arnórs og Guðlaugs Victors. Þeir félagar voru ekki í landsliðshópnum síðast.

„Með fullri virðingu fyrir liðinu, sérstaklega þegar svona vel gengur, þá eru ég og Arnór betri en margir í hópnum. Nú þegar ég er kominn til HIF verður erfitt að horfa framhjá mér þegar næsti hópur er valinn," segir Guðlaugur Victor.
Athugasemdir
banner
banner