Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. október 2014 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool getur ekki kallað Origi til baka úr láni
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool getur ekki kallað belgíska framherjann, Divock Origi, til baka úr láni frá Lille en Daily Mail greinir frá þessu í kvöld.

Liverpool hefur verið í miklum vandræðum í byrjun tímabils en framherjum liðsins gengur illa að koma boltanum í netið.

Enska úrvalsdeildarfélagið keypti Divock Origi frá Lille í Frakklandi í sumar fyrir 10 milljónir punda en gegn því að hann yrði lánaður aftur til franska félagsins.

Liverpool seldi Luis Suarez til Barcelona í sumar og fékk í stað hans Mario Balotelli en honum hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel fyrir framan markið og hefur hann einungis gert eitt mark. Þá hefur Daniel Sturridge verið meiddur.

Origi hefur hins vegar gert fimm mörk í fyrstu ellefu leikjunum fyrir Lille. Liverpool getur þó ekki kallað hann til baka þar sem það stóð skýrum stöfum um að hann yrði lánaður til Lille yfir allt tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner