Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. október 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
Mendieta spilaði með Valencia og var plötusnúður á kvöldin
Mendieta fór meðal annars í úrslit Meistaradeildarinnar með Valencia.
Mendieta fór meðal annars í úrslit Meistaradeildarinnar með Valencia.
Mynd: Getty Images
Mendieta í leik með Middlesbrough.
Mendieta í leik með Middlesbrough.
Mynd: Getty Images
Gaizka Mendieta stýrði ekki einungis miðjunni hjá Valencia á sínum tíma því á kvöldin stjórnaði hann tónlistinni á skemmtistað þar í borg.

Hinn fertugi Mendieta greindi fyrst frá þessu leyndarmáli núna en hann segist alltaf hafa haft gaman að því að vera plötusnúður.

,,Þetta hefur alltaf verið ástríða mín. Vinur minn í Valencia sem átti plötubúð var plötusnúður," sagði Mendieta sem var sjálfur plötusnúður á kvöldin.

,,Ef ég spilaði leik á laugardegi þá laumaðist ég inn á næturklúbb á kvöldin en það var alltaf leyndarmál. Ég var með hatt og í dulargervi. Ég var plötusnúður en enginn vissi að þetta var ég. Ég elskaði það."

,,Ég var ekki með lista yfir það hvaða lög ég ætlaði að spila. Við tókum fullt af diksum og ákváðum fyrstu lögin en síðan sáum við hvernig skapi fólkið var í og hvað það vildi. Þegar þú ert á vellinum þá hefur þú sekúndubrot til að ákveða sendingu og það er sama þegar plötusnúður þarf að ákveða næsta lag."

,,Ég spilaði allt frá Aretha Franklin, Kings of Leon og yfir í Lou Reed. Hvar sem ég er í heiminum þá finn ég alltaf plötubúðir."

Hætti 14 ára í fótbolta
Mendieta átti farsælan feril en hann spilaði einnig með liðum eins og Barcelona, Lazio og Middlesbrough. Þegar hann var yngri virtist þó lítið ætla að verða úr fótboltaferlinum.

,,Þegar ég var 14 ára hætti ég í fótbolta til að einbeita mér að frjálsum íþróttum. Sem barn var ég vanur að fara í frjáls íþrótta skóla þar sem ég æfði þrisvar á dag og lærði."

,,Ég elskaði það og það var það sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Ég átti spænska metið í 2000 metra hlaupi í 15 ár."

,,Þegar ég var 16 ára þá fór ég aftur í fótbolta og skrifaði undir hjá Castellon. Í hreinskilni sagt var ég ekki svo góður þá. Ég var bara góður íþróttamaður og gat hlaupið mikið og sent auðveldar sendingar."

Athugasemdir
banner
banner
banner