Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. október 2014 17:48
Elvar Geir Magnússon
Samþykkir ekki að stimpla verkefni Fram misheppnað
Framarar fögnuðu sjaldnar í sumar en þeir vonuðust eftir og fall var niðurstaðan.
Framarar fögnuðu sjaldnar í sumar en þeir vonuðust eftir og fall var niðurstaðan.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég ætla ekki að samþykkja það strax," segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, þegar hann er spurður að því hvort stimpla megi verkefni Fram sem misheppnað.

Fyrir ári síðan var Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari og félagið sópaði að sér ungum leikmönnum. Lítið gekk hjá Fram og liðið féll niður í 1. deildina.

Framarar endurtóku það ítrekað í sumar að verkefnið myndi halda áfram þó fall yrði niðurstaðan í lok tímabilsins. Nú þegar maðurinn sem átti að stjórna uppbyggingunni er horfinn á braut er eðlilegt að menn spyrji sig hvort verkefnið hafi ekki mistekist?

„Nei ég ætla ekki að samþykkja það. Við ákváðum að fara af stað með ungt lið og óreyndan þjálfara. Við vissum að við gætum lent í vandræðum og við lentum í vandræðum og féllum. Við ætlum ekki að kvika frá því og förum ekki á taugum. Við höldum áfram okkar starfi og stefnu. Við teljum okkur enn vera með nægilega gott lið til að fara beint aftur upp," segir Sverrir.

„Þú leggur upp í ákveðið verkefni og einhver stýrir því. Þó það gangi ekki alveg upp þá ferðu kannski aðra leið í að klára það verkefni. Ég myndi segja það í þessu tilfelli. Við fáum bara annan þjálfara til að klára það. Það er oft erfitt að púsla saman liði og margir samverkandi þættir sem gera það að verkum að þetta gekk ekki upp. Við ætlum að halda áfram á okkar braut."

Nokkrir leikmenn hafa sagt upp samningi sínum og eru horfnir á braut. Ljóst er að Jóhannes Karl Guðjónsson, Guðmundur Magnússon, Hafsteinn Briem og Arnþór Ari Atlason verða ekki áfram. Óttast Sverrir að fleiri hverfi á braut?

„Ég hef ekki heyrt það en menn hugsa kannski eitthvað þegar það eru komin þjálfaraskipti. Sumir eru ósáttir en aðrir sáttir, maður veit ekkert um það. Það hefur ekki verið rætt. Nú verður bara farið á fullt og við ætlum að reyna að klára þjálfararáðningu um helgina," segir Sverrir.
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner