Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. október 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Shawcross til Manchester United?
Powerade
Ryan Shawcross.
Ryan Shawcross.
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin eru með nóg af slúðri í dag líkt og vanalega.



Manchester United hefur fengið þau skilaboð að Ron Vlaar fyrirliði Aston Villa kosti 12 milljónir punda. Arsenal hefur einnig áhuga. (Daily Express)

Arsenal vill fá Virgil van Dijk miðvörð Celtic í janúar. (Daily Telegraph)

Juventus hefur hækkað verðmiðann á Arturo Vidal eftir mikinn áhuga frá Real Madrid. (Daily Express)

Manchester United er að íhuga að kaupa miðvörðinn Ryan Shawcross frá Stoke en hann ólst upp hjá United. (Daily Star)

Atletico Madrid hefur ráðið Peter Kenyon í starf ráðgjafa en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Chelsea og Manchester United. (AS)

Chris Hughton er líklegastur til að taka við Fulham en Kit Symons og Steven Clarke koma einnig til greina. (Daily Mirror)

Alex Oxlade-Chamberlain vill spila með enska U21 árs landsliðinu á EM næsta sumar. (Times)

Raheem Sterling mun spila á mótinu næsta sumar ef Liverpool og enska knattspyrnusambandið geta komist að samkomulagi. (Daily Mail)

Mario Balotelli hefur kennt taktík Brendan Rodgers um að hann hafi einungis skorað eitt mark á tímabilinu. (Independent)

James Milner segist vilja skrifa undir nýjan samning við Manchester City. (Sun)

Arsenal vildi fá Lionel Messi og Gerard Pique þegar þeir voru í unglingastarfi Barcelona. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner