Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. október 2014 11:38
Magnús Már Einarsson
Varaformaður KR: Held að Rúnar eigi von á tilboði frá Noregi
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, segir að Rúnar Kristinsson sé með nýtt samningstilboð í höndunum frá félaginu.

Samningur Rúnars rann út eftir tímabilið en hann hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lilleström í Noregi. Baldur segir að Rúnar muni líklega fá tilboð frá Noregi á næstunni.

,,Ég veit ekki til þess að Rúnar hafi fengið tilboð frá Noregi en ég held að hann eigi von á því. Ég vona að þetta skýrist á næstu dögum," sagði Baldur við Fótbolta.net í dag.

,,Við erum búnir að gera Rúnari tilboð um að halda áfram með liðið. Hann er væntanlega að velta því fyrir sér með tilliti til þess hvað annað honum kynni að standa til boða."

Talið er að Rúnar sé efstur á óskalista Lilleström til að taka við liðinu af Magnus Hauglund eins og kom fram í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner