Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. október 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Víkingar bjóða ferð á Evrópuleik í tippleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haustleikur Víkings getrauna hefst formlega laugardaginn 18. október en skráning hefst af fullum krafti í getraunakaffinu í Víkinni í fyrramálið. Opið verður frá 10:30 til 13:00. Einnig má skrá sig á [email protected] . Sendið þá nafn hóps, nöfn meðlima og email.

Reglur leiksins eru einfaldar. Tveir skipa hvert lið og tippar hvor aðili einn seðil með 6 tvítryggðum leikjum á enska boltann á laugardögum. Betra skorið telur svo þá vikuna en keppt er í 10 vikur og gilda 7 bestu vikurnar. Síðasti laugardagurinn er því 20. desember. Verði tveir hópar eða fleiri jafnir að loknum 10 vikum verður leikinn bráðabani.

Vinsælast er að skila spánni í Víkinni á laugardögum, fá sér kaffi og með því en einnig má senda hana á [email protected].

Ekki er nauðsynlegt að kaupa raðirnar (kr. 1.088,-) til að vera með í leiknum en ekkert er jafn leiðinlegt og að fá fínan vinning á ókeyptan miða !

Verðlaun að þessu sinni eru einstaklega vegleg. Sigurhópurinn ferðast með liði Víkings í Evrópuleik á erlendri grundu fyrstu vikuna í júlí næsta sumar. Innifalið verður flug og gisting.

Þátttökugjald er kr. 6.000,- á lið (kr. 3.000,- á mann).
Staðan í leiknum er uppfærð alla laugardaga að leikjum loknum í enska boltanum.

Sigurvegararnir fá einnig veglega farandbikara og nafnbótina Haustmeistari Víkingsgetrauna 2014.

Þátttökugjald má leggja inn á reikning:

kt. 420787-1469

0338-26-880124
Athugasemdir
banner
banner