banner
   þri 17. október 2017 14:12
Brynjar Ingi Erluson
Einar Karl skrifar undir nýjan samning við Val á næstu dögum
Einar Karl Ingvarsson verður áfram hjá Val
Einar Karl Ingvarsson verður áfram hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson, lykilmaður Vals í Pepsi-deildinni, mun framlengja við félagið á allra næstu dögum en hann staðfesti það við Fótbolta.net í dag.

Einar, sem er fæddur árið 1993, er uppalinn í FH en samdi við Val fyrir tímabilið árið 2015.

Hann var í algeru lykilhlutverki í sumar er Valur varð Íslandsmeistari en hann, Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson mynduðu frábæra miðju saman.

Samningur Einars við Val rennur út um áramótin en hann gerir ráð fyrir því að framlengja samninginn á næstu dögum. Hann er þessa stundina staddur á Alicante en er á heimleið.

Einar lék 21 deildarleik og gerði 4 mörk í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner