Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. október 2017 09:15
Elvar Geir Magnússon
Gylfi hreinskilinn - Ekki sáttur við byrjun sína hjá Everton
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu, þar sem allt er í blóma!
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu, þar sem allt er í blóma!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Illa gengur hjá Everton.
Illa gengur hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki náð að skora eða leggja upp í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk í raðir Everton frá Swansea. Í nýju viðtali segist Gylfi ákveðinn í að hjálpa Everton að komast á beinu brautina en liðið hefur byrjað tímabilið illa.

„Ég er auðvitað ekki ánægður með hvernig mér hefur gengið. Liðinu hefur heldur ekki gengið vel. Persónulega og í heildina höfum við verið langt frá okkar besta," segir Gylfi.

„Ég tel að við séum þó ekki langt frá því að ná fram úrslitum. Ef sigrarnir fara að koma hleypir það meira sjálfstrausti í liðið og stundum er það sem þarf."

„Næsti leikur er sá mikilvægasti. Við verðum að vinna, þá verður þetta auðveldara fyrir okkur. Við þurfum að vinna okkur út úr þessari stöðu. Við erum ekki að skora nægilega mörg mörk og fáum of mörg á okkur. Við erum ekki langt frá en hlutirnir hafa ekki verið að smella. Við erum ákveðnir í að snúa þessu við."

Gylfi er alls ekki eini leikmaður Everton sem hefur ekki náð að standa undir væntingum en pressan á knattspyrnustjórann Ronald Koeman er að aukast. Everton eyddi 150 milljónum punda í að styrkja hópinn í sumar en liðið hefur aðeins náð átta stigum úr átta leikjum.

Tony Cottee, fyrrum sóknarmaður Everton, segir að Koeman hafi staðið sig illa í leikmannakaupum í sumar. Hann segir að liðið þurfi á sóknarmanni að halda en hafi of margar „tíur" í sínum röðum.

„Gylfi er góður leikmaður en hann er ekki það sem Everton þurfti. 45 milljónir punda er mikill peningur og liðið er ekki með markaskorara," segir Cottee.

Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Næsti leikur liðsins er gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner