Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. október 2017 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Íslendingarnir í Start skrefi nær úrvalsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Start 4 - 2 Ranheim
0-1 Andreas Rye ('18)
0-2 Mads Reginiussen ('21)
1-2 Niels Vorthoren ('35)
2-2 Niels Vorthoren ('45)
3-2 Steffen Skålevik ('56)
4-2 Steffen Skålevik ('68)

Íslendingalið Start komst skrefi nær norsku úrvalsdeildinni með sigri á Ranheim í 1. deildinni í kvöld.

Kristján Flóki Finnbogason, sem kom til Start í sumar, spilaði allan leikinn á meðan Guðmundur Kristjánsson sat á varamannabekknum allan tímann. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Guðmundur sé að snúa aftur í sitt gamla félag, Breiðablik.

Start lenti 2-0 undir í leiknum í dag, en þeir sýndu karakter. Þeir jöfnuðu fyrir leikhlé og unnu á endanum 4-2.

Start er í öðru sæti 1. deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir. Þeir eru fjórum stigum á undan næsta liði.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner