Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. október 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Pereira biðst afsökunar á hraðakstri
Andreas Pereira er í eigu Manchester United.
Andreas Pereira er í eigu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira, miðjumaður Manchester United, hefur beðist afsökunar eftir að hann var stöðvaður af lögreglunni í gær vegna hraðaksturs.

Þessi 21 árs leikmaður er hjá Valencia á Spáni á lánssamningi.

„Sé mikið eftir hraðakstrinum í gær, ég mun taka við hverri þeirri refsingu sem ákveðin verður. Það er mikilvægt að fara varlega við akstur og virða reglur. Ég hef lært mína lexíu," skrifaði Pereira á Twitter.

Innan vallar hefur Brasilíumaðurinn ungi staðið sig vel en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Valencia á sunnudaginn.

Dyggustu stuðningsmenn Manchester United fylgjast vel með þróun mála hjá Pereira og margir hafa trú á því að hann hafi hæfileika til að láta ljós sitt skína á Old Trafford í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner