Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. október 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino vill að Kane taki sér Totti til fyrirmyndar
Harry Kane er búinn að skora 15 mörk í síðustu 11 leikjum fyrir Spurs og enska landsliðið.
Harry Kane er búinn að skora 15 mörk í síðustu 11 leikjum fyrir Spurs og enska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino telur að Harry Kane geti átt svipaðan feril hjá Tottenham og Francesco Totti átti hjá Roma.

Totti var hjá Roma í 25 ár og hafnaði tilboðum frá bestu félögum heims til að vera áfram í höfuðborginni.

Totti er virtur og dáður um allan heim fyrir tryggð sína og hæfileika en hann starfar í stjórn félagsins í dag.

„Ég tók eftir að Harry Kane var snortinn þegar hann sá síðasta leik Totti fyrir Roma, eftir að hafa spilað hjá sama félagi allan ferilinn. Ég benti honum á að hann gæti upplifað sama feril og Totti," sagði Pochettino.

„Það mikilvægasta er að hann sé hamingjusamur hjá félaginu, það getur enginn vitað hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Ég vona að hann verði hjá félaginu sem lengst því hann býr yfir miklum gæðum og er mikil fyrirmynd."

Athugasemdir
banner
banner
banner