Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 17. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Selma Sól nýliði: Ert fullorðin hér
Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti og nýtur sín í Þýskalandi
Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta skipti og nýtur sín í Þýskalandi
Mynd: Anna Þonn
„Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er mjög gaman,” sagði Selma Sól Magnúsdóttir, nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mættur er á meginlandið til að spila tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM.

Selma Sól er í A-landsliðshópnum í fyrsta sinn. Átti hún von á að vera valin í verkefnið?

„Ég átti ekki beint von á að fá kallið en ég vissi að ég væri á einhverjum backup lista og ég vissi að ég ætti einhvern séns. En það var síðan mjög gaman að fá að vita þetta.“

Aðspurð um dagana frá landsliðsvalinu svaraði Selma Sól:

„Þeir hafa verið mjög fljótir að líða. Það er mikið að gera í skólanum og svo er ég komin hingað. Allt gengur vel og allir taka vel á móti manni.“

Selma Sól hefur spilað fjölda landsleikja með U17 og U19 og við spurðum hana út í muninn á verkefnunum.

„Það er náttúrlega bara ákveðinn aldurshópur sem er leyfilegur í U17 og U19 en hérna er allur aldurshópur leyfður þannig að það er hærra tempó á æfingum. Svo er ég náttúrlega ekki búin að spila neinn leik en það ætti mögulega að vera meira tempó í leikjunum líka.“

„Mér finnst maður frjálslegri hér. Þú ert fullorðinn og ert svona meira á eigin vegum eða næstum því. Það er svona mesti munurinn.“


Framundan eru risaleikir við Þýskaland og Tékkland og Selma Sól er spennt fyrir þeim.

„Þetta er mjög gaman, mjög stórir leikir og við ætlum að gera okkar allra besta til að ná sem lengst í þessum riðili. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu,“ sagði Selma Sól sem hefur mætt báðum þjóðum í leikjum með unglingalandsliðunum.

„Við erum búin að mæta Þýskalandi þrisvar sinnum held ég í U17 og U19 og þær eru mjög góðar. Ég held ég hafi mætt Tékklandi einu sinni og þær eru líka bara mjög sterkar.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við leikmanninn efnilega í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner