Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. nóvember 2014 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Arsenal reyndi að fá Paul Pogba
Paul Pogba var á óskalista Wenger.
Paul Pogba var á óskalista Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi reynt að fá Paul Pogba í sínar raðir frá Manchester United áður en hann hélt til Juventus.

Franski landsliðsmaðurinn yfirgaf United árið 2012 til að ganga í raðir ítölsku meistaranna og hefur hann stimplað sig inn sem einn besti miðjumaður heims síðan þá.

Wenger viðurkennir að hann hafi viljað fá samlanda sinn til Arsenal en á endanum gekk það ekki upp.

,,Við höfðum áhuga á Pogba þegar hann var hjá Manchester," sagði Wenger við BeIn Sport.

,,Við reyndum að fá hann, en þetta var flókið. Það kom mér á óvart að Manchester skyldi láta hann fara. Við höfðum ekki rétt á að hafa samband við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner