Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. nóvember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Bale: Jafntefli gegn Belgíu frábær úrslit
Bale í leiknum í gær.
Bale í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, sóknarmaður Real Madrid og velska landsliðsins, var afar ánægður eftir markalaust jafntefli Wales gegn Belgíu í undankeppni EM 2016.

Wales hefur byrjað keppnina frábærlega og er nú í 2. sæti B riðils á eftir Ísrael.

,,Þetta eru frábær úrslit. Að mæta liði sem er í fjórða sæti heimslistans og ná stigi er frábært hjá okkur," sagði Bale eftir leikinn.

,,Mér fannst allir gefa allt í þetta og við unnum fyrir hvorn annan. Við settum mikla pressu á okkur sjálfa því við vitum hvað við getum."

Athugasemdir
banner
banner
banner