mán 17. nóvember 2014 09:45
Arnar Geir Halldórsson
Cech: Erfiður leikur
Icelandair
Petr Cech einbeittur í leiknum í gær
Petr Cech einbeittur í leiknum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Petr Cech var að vonum sáttur eftir 2-1 sigurinn í Plzen í gær.

,,Þetta var mjög erfitt. Þeir eru mjög skipulagðir og spila vel saman sem lið. Þetta varð enn erfiðara þegar við lentum undir en við héldum áfram og fylgdum leikskipulaginu. Við spiluðum vel og náðum að skapa færi."

Kolbeinn Sigþórsson fór illa með Cech í aðdraganda marksins sem Ragnar Sigurðsson skoraði. Cech viðurkennir að hafa gert mistök.

,,Ég gerði mistök í markinu þeirra en það hjálpaði okkur mikið að fá mark fyrir hlé, það var vendipunktur leiksins. Við vissum þá að við þyrftum bara að skora eitt mark í seinni hálfleiknum." sagði Cech.

Tékkar eru einir á toppi riðilsins með 12 stig eftir 4 leiki og er Cech bjartsýnn á framhaldið.

,,Ef við vinnum heimaleikina okkar eigum við góðan möguleika á að vinna riðilinn og það er það sem við viljum en við verðum að halda okkur á jörðinni. Við erum með fjóra sigra úr fjórum leikjum sem er frábær árangur en við eigum erfiða leiki eftir og þurfum að halda stigasöfnuninni áfram," sagði þessi magnaði markvörður að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner