Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. nóvember 2014 12:40
Arnar Geir Halldórsson
Danskt undrabarn vill yfirgefa Bayern
Hojbjerg orðinn þreyttur á bekkjarsetunni
Hojbjerg orðinn þreyttur á bekkjarsetunni
Mynd: Getty Images
Pierre-Emile Hojbjerg, einn efnilegasti leikmaður Dana um þessar mundir, vill yfirgefa þýska stórveldið Bayern Munchen í von um meiri spilatíma.

Hojbjerg er yngsti leikmaðurinn til að spila deildarleik fyrir Bayern Munchen en hann var aðeins 17 ára þegar hann kom fyrst við sögu. Hojbjerg hefur brotið sér leið í danska landsliðið en íhugar nú að yfirgefa Bayern.

,,Ég held að það sé kominn tími til að leiðir skilji. Ég hef lært allt hér, Bayern er besti staðurinn til að bæta sig á en nú vill ég stíga skrefið,"

Hojbjerg er þó samningsbundinn Þýskalandsmeisturunum til 2016 og óvíst hvort Pep Guardiola sé reiðubúinn að láta þennan efnilega leikmann af hendi.

Vitað er af áhuga Hannover, Borussia Mönchengladbach og Augsburg en Hojbjerg leikur í stöðu miðjumanns.
Athugasemdir
banner
banner