Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. nóvember 2014 11:15
Arnar Geir Halldórsson
David James að gera það gott á Indlandi
Yngvi Borgþórs og David James
Yngvi Borgþórs og David James
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
David James og lærisveinar hans í Kerala Blasters hafa haldið hreinu í fjórum leikjum í röð.

James er spilandi þjálfari liðsins sem er komið í 3.sæti indversku ofurdeildarinnar en kappinn hélt til Indlands eftir eftirminnilega ársdvöl í Vestmannaeyjum þar sem hann var spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV.

Mörg þekkt nöfn spila í deildinni en helst ber að nefna ásamt James þá David Trezeguet, Alessandro Del Piero, Robert Pires, Freddie Ljungberg, Luis Garcia og Joan Capdevila auk þess sem Marco Materazzi og Zico eru meðal þjálfara í deildinni.

Þessi 44 ára gamli Íslandsvinur virðist vera í skýjunum með dvöl sína á Indlandi.

,,Við höfum bestu stuðningsmenn landsins. Við hlökkum til næsta heimaleiks fyrir framan 50 þúsund áhorfendur. Ég mæli með því að þið takið með ykkur eyrnartappa á völlinn," sagði James í samtali við enska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner