Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 17. nóvember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Hiddink: Svara ekki orðrómum um framtíð mína
Guus Hiddink vill ekki tjá sig um framtíð sína.
Guus Hiddink vill ekki tjá sig um framtíð sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir 6-0 sigur Hollands gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í gærkvöldi var landsliðsþjálfarinn Guus Hiddink spurður út í framtíð sína eftir leikinn.

Orðrómar voru í gangi fyrir leik um að Hiddink yrði rekinn að honum loknum, óháð úrslitum, en 6-0 sigurinn hefur þó líklega létt á pressunni á honum.

,,Ég var að einbeita mér að leiknum og við unnum hann," sagði Hiddink við NOS.

,,Ég ætla ekki að svara spurningum um það hvort ég verði enn þjálfari Hollands í mars 2015. Ég hef ekki áhuga á að svara því."

,,Við sýndum að við getum spilað frábærlega og það skiptir mestu máli í augnablikinu."


Athugasemdir
banner
banner