Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. nóvember 2014 11:42
Arnar Geir Halldórsson
Kovac biðst afsökunar á hegðun stuðningsmanna
Niko Kovac hafði í nógu að snúast í gærkvöldi
Niko Kovac hafði í nógu að snúast í gærkvöldi
Mynd: Getty Images
Niko Kovac, þjálfari Króatíu, sá sig tilneyddan að biðjast afsökunar á framferði stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Ítalíu á San Siro í gær.

Það þurfti að stöðva leikinn í seinni hálfleik þegar flugeldum var skotið inná völlinn frá króatíska áhorfendahópnum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem króatískar fótboltabullur verða sér til skammar og átti Niko Kovac erfitt með að leyna vonbrigðum sínum.

,,Ég verð að tala um það sem gerðist utan vallarins. Ég er mjög vonsvikinn með þessa hegðun stuðningsmanna okkar, og það ekki í fyrsta skipti, það gerðist líka gegn Sviss,"

Niko Kovac gekk út á völlinn í gær í átt að áhorfendahópnum og bað þá um að hætta og fór svo að leikurinn var kláraður eftir um 15 mínútna hlé.

,,Ég vil biðja alla afsökunar á þeirra framferði. Ég er búinn að biðja leikmenn og dómara leiksins afsökunar og mér finnst ég verða gera það aftur hér. Ég er mjög leiður yfir þessum skrílslátum," sagði Kovac á fréttamannafundi eftir leikinn.

Leikurinn fór 1-1 og eru bæði lið taplaus eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner