Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. nóvember 2014 17:13
Alexander Freyr Tamimi
Neuer skýtur á Ronaldo: „Er engin undirfatafyrirsæta“
Manuel Neuer.
Manuel Neuer.
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, telur að hann eigi möguleika á að vinna Gullknöttinn þó hann sé ekki jafn þekkt nafn og Cristiano Ronaldo.

Neuer á góða möguleika á að vinna Gullknöttinn eftir að hafa orðið þýskur meistari og bikarmeistari og unnið svo HM með landsliði Þýskalands síðasta sumar.

Þó er ljóst að samkeppnin frá Ronaldo er afar hörð, en Portúgalinn vann Meistaradeildina og hefur átt vægast sagt magnað ár.

Þegar Neuer var spurður út í það hvort að ímynd Ronaldo gæti haft áhrif á atkvæðagreiðsluna svaraði markvörðurinn því að hann kjósi sjálfur að einbeita sér að því sem hann gerir innan vallar.

,,Ég er íþróttamaður en ekki sendiherra vörumerkis, að því frátöldu að ég er aðalmarkvörður Adidas. Ég er ekki manneskja sem situr fyrir í nærfötum," sagði Neuer við Kicker.

,,Ég hata rauða dregilinn, ég kann frekar að meta græna grasið. Mér líður best inni á vellinum, þar sem ég reyni að bæta mig."

,,Eftir leikina eru yfirleitt bara sýnd mörkin, færin og stoðsendingarnar. Áhorfandinn gleymir því stundum að sem markvörður ver ég erfiðar markvörslur og byrja oft sóknir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner