Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. nóvember 2014 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Podolski verður ekki seldur í janúar
Podolski er líklega ekki á förum í janúarglugganum.
Podolski er líklega ekki á förum í janúarglugganum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist engin áform hafa um að selja framherjann Lukas Podolski.

Þýski landsliðsmaðurinn, sem enn hefur ekki byrjað deildarleik á tímabilinu, gaf það í skyn að hann gæti þurft að yfirgefa Arsenal í janúar til að fá meiri spiltíma, en sá möguleiki virðist ekki vera til staðar.

,,Það er alls ekki hugmyndin að hann fari um jólin," sagði Wenger.

,,Það er ég sem ákveð verðið á honum og meint samkomulag er ekki nálægt því að ná þeim verðmiða. Hann er ekki til sölu og engin tilboð hafa borist."

,,Podolski spilar stöðu þar sem samkeppnin er mikil. Hann kom mjög seint til baka úr fríi (eftir HM), svo hann var talsvert eftirá líkamlega."


Athugasemdir
banner
banner