Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. nóvember 2014 13:44
Arnar Geir Halldórsson
Ranocchia finnur til með Mazzarri
Mazzarri er ekki lengur við stjórnvölin hjá Inter
Mazzarri er ekki lengur við stjórnvölin hjá Inter
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Ranocchia, varnarmaður Inter Milan, hefur tekið upp hanskann fyrir Walter Mazzarri sem var nýverið látinn taka pokann sinn.

Það hefur gengið illa hjá ítalska stórveldinu á tímabilinu en liðið er í 9.sæti Serie A og var Mazzarri látinn víkja fyrir Roberto Mancini en aðeins er eitt og hálft ár síðan Mazzarri tók við liðinu.

Andrea Ranocchia er lykilmaður í vörn Inter og mun sakna Mazzarri.

,,Ég held áfram að verja hann. Allir þjálfarar mínir hafa kennt mér eitthvað. Hann var látinn taka sökina og ég finn til með honum,"

Mancini fær alvöru leik í endurkomu sinni til Inter en liðið mætir AC Milan í slagnum um Mílanóborg á sunnudag.

,,Nú höfum við fengið nýjan stjóra og saman stefnum við að því að koma Inter aftur á kortið, og það hefst á sunnudag," sagði Ranocchia að lokum.


Athugasemdir
banner
banner