banner
   mán 17. nóvember 2014 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: OTP 
Redknapp vildi losa sig við Gareth Bale
Gareth Bale var seldur frá Tottenham árið 2013 og var heimsmeit í verði á leikmanni þar með bætt.
Gareth Bale var seldur frá Tottenham árið 2013 og var heimsmeit í verði á leikmanni þar með bætt.
Mynd: Getty Images
Damien Comolli, fyrrverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspur, segir Harry Redknapp hafa viljað losa sig við Gareth Bale áður en hann færði Walesverjann upp á vinstri kant.

Redknapp notaði Bale sem vinstri bakvörð þegar hann kom fyrst til félagsins en færði hann ekki upp á kant fyrr en félagið lét hann gera það.

,,Ég hef unnið með tölfræði síðan 2005 eða 2006 þegar það kemur að því að kaupa nýja leikmenn," sagði Comolli.

,,Spurs lét Harry Redknapp færa Gareth Bale upp á kantinn. Redknapp ætlaði að losa sig við hann.

,,Tölfræðin sagði að Bale væri frábær á vinstri kanti þegar Harry notaði hann sem vinstri bakvörð.

,,Þá var það einnig tölfræðileg ákvörðun að fá Rafael van der Vaart til félagsins."

Athugasemdir
banner
banner