Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. nóvember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Rojo: Óttaðist að ég færi ekki til United
Marcos Rojo.
Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo, varnarmaður Manchester United, viðurkennir að hann hafi farið í verkfall hjá Sporting af ótta við að félagaskipti hans til enska stórliðsins myndu ekki ganga í gegn.

Um leið og argentínski landsliðsmaðurinn, sem er meiddur í augnablikinu, vissi að United hefði áhuga gat hann ekki hugsað um annað.

Þegar Sporting vildi ekki selja hann neitaði hann að æfa og hjálpaði Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður United, honum að halda haus.

,,Það kom mér gríðarlega á óvart þegar mér var sagt að United vildi kaupa mig," sagði Rojo.

,,Ég var í Portúgal þegar umboðsmaður minn sagði mér þetta. Hann sagði mér að halda ró minni en ég gat það ekki. Mig byrjaði að dreyma um þetta."

,,Ég gat ekki hugsað um neitt annað. Ég hringdi í hann á hverjum degi og þegar það leit út fyrir að félagaskiptin myndu ekki ganga í gegn, þá neitaði ég að starfa með Sporting."

,,Það var þá sem Veron spilaði sitt hlutverk í ferlinu. Hann var eins og strangur faðir og skammaði mig. Hann hringdi í mig einn daginn þegar ég neitaði að æfa með Sporting og sagði mér að hætta að vera þrjóskur. Hann sagði mér að ef Manchester United vildi mig, þá myndu þeir fá mig."

,,Svo ég sneri aftur... og félagaskiptin gengu í gegn."


Athugasemdir
banner
banner