Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. nóvember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Segir markaskorun Ronaldo skemma fyrir Messi
Ronaldo raðar inn mörkunum.
Ronaldo raðar inn mörkunum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að frábær frammistaða Cristiano Ronaldo með Real Madrid hafi neikvæð áhrif á Lionel Messi, leikmann Barcelona.

Ronaldo hefur skorað 25 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, sem verður að teljast afar magnað, á meðan Messi hefur "einungis" skorað 11 mörk.

Wenger telur að Messi verði á endanum mjög ósáttur með að vera spilað á kantinum á Nývangi og telur að yfirburðir Ronaldo í markaskorun hjálpi svo sannarlega ekki til.

,,Þegar Messi sér að Ronaldo hefur skorað svona miklu fleiri mörk en hann sjálfur, þá mun það hafa áhrif á líðan hans," sagði Wenger við BeIn Sport.

,,Á kantinum getur Messi ekki skorað jafn mikið og hann er vanur. Til langs tíma verður hann ekki ánægður."

,,Besti leikmaður liðsins býr yfir ákveðnu valdi innan félagsins. Ef staðan hentar honum ekki, þá veikir það liðið í heild sinni."


Athugasemdir
banner
banner
banner