Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 17. nóvember 2014 12:10
Arnar Geir Halldórsson
Simeone ekki á förum frá Atletico
Simeone hefur náð stórkostlegum árangri með Atletico
Simeone hefur náð stórkostlegum árangri með Atletico
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, blæs á sögusagnir þess efnis að hann hyggist yfirgefa félagið og segir að hann ætli sér stærri hluti á Vicente Calderon.

Simeone tók við stjórnartaumunum hjá Atletico árið 2011 og hefur náð mögnuðum árangri með liðið en þeir eru ríkjandi Spánarmeistarar og töpuðu naumlega fyrir erkifjendunum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Kappinn er þó fjarri því að vera saddur og segist enn hafa verk að vinna hjá félaginu en þær sögur ganga nú að bæði PSG og Manchester City vilji fá kappann til starfa.

,,Mér líður vel hjá Atletico. Ég vill alltaf halda áfram að taka framförum og ég verð aldrei saddur. Ég veit ekki hversu langt þetta lið getur náð, en ég mun komast að því," sagði Simeone.

Atletico tapaði síðasta leik fyrir landsleikjahlé gegn Real Sociedad og eru í 4.sæti La Liga, fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner