Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. nóvember 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland og QPR fá sekt vegna mótmæla
Leikmenn Sunderland voru ekki sáttir með Lee Mason dómara.
Leikmenn Sunderland voru ekki sáttir með Lee Mason dómara.
Mynd: Getty Images
Sunderland og QPR þurfa að greiða 20 þúsund pund, eða rétt tæpar 4 milljónir króna, í sektargjald vegna mótmæla leikmanna liðanna í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikmenn Sunderland voru ósáttir með vítaspyrnudóm gegn Everton en leikmenn QPR voru brjálaðir yfir því að mark Charlie Austin gegn Manchester City hafi ekki verið dæmt gilt á 8. mínútu leiksins.

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þar sem greint er frá því að bæði knattspyrnufélögin samþykki sektina.

Sunderland er í 14. sæti með 12 stig á meðan QPR er í næstneðsta sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner