Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. nóvember 2014 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Þjálfari Tékklands: Hefðum getað tapað
Icelandair
Pavel Vrba.
Pavel Vrba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pavel Vrba, landsliðsþjálfari Tékklands, var að vonum í skýjunum eftir að hans menn unnu sinn fjórða sigur í röð í undankeppni EM 2016 gegn Íslandi í gærkvöldi.

Tékkland bar 2-1 sigur úr bítum eftir að hafa lent undir snemma leiks, en Vrba viðurkennir að heppnin hafi verið með sínum mönnum að einhverju leiti.

,,Við erum ekki sigurstranglegastir í riðlinum en þetta var góður sigur. Ég viðurkenni að við erum með fleiri stig en ég bjóst við. Kannski mun það duga að fá tíu stig til viðbótar," sagði Vrba eftir leikinn.

,,Ég er mjög ánægður með að við náðum að vinna Ísland. Það var synd að fá á sig þetta mark snemma leiks, en að öðru leiti verð ég að segja að við vorum betri í heildina."

,,Því miður vorum við ekki alveg nógu góðir í að nýta færin. Við hefðum getað skorað fleiri mörk, en sem betur fer náðum við að jafna metin rétt fyrir leikhlé. Það breytti miklu."

,,Við vorum heppnir í seinna markinu, það trúði þessu enginn. Svo vorum við heppnir í tvígang þegar þeir skutu í stöngina og svo bjargaði Petr Cech okkur. En við áttum skilið að vinna, en ég viðurkenni að við hefðum getað tapað."

,,Ísland kom mér ekki á óvart. Við vorum tilbúnir í allt sem þeir gerðu."


Athugasemdir
banner
banner