Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. nóvember 2015 23:09
Alexander Freyr Tamimi
Engin sprengiefni fundust í Hannover
Lögreglumenn standa vaktina fyrir utan leikvang Hannover í kvöld.
Lögreglumenn standa vaktina fyrir utan leikvang Hannover í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þýsk stjórnvöld héldu í kvöld blaðamannafund eftir að vináttulandsleik Þýskalands og Hollands var aflýst vegna hættu á hryðjuverkum.

Einni og hálfri klukkustund fyrir leikinn var leikvangurinn í Hannover, þar sem viðureignin átti að fara fram, rýmdur og tilkynnt að ekki yrði spilað.

Fljótlega bárust fréttir af því að sjúkrabíll fylltur með sprengiefnum hefði fundist í nágrenni vallarins, en aðrar fréttir sögðu að grunsamleg ferðataska hefði fundist á leikvangnum.

Á blaðamannafundinum í kvöld kom þó fram að engin sprengiefni hefðu fundist á leikvangnum né í nágrenni hans og því ljóst að þessar fréttir voru ekki á rökum reistar. Ástæður þess að leiknum var frestað var sú að Þjóðverjum barst ábending frá erlendum aðila um að hryðjuverkaárás væri áformuð.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner