Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
   þri 17. nóvember 2015 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Per Rud: Þróttur verður ekki danskt lið í Reykjavík
Per Rud.
Per Rud.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Síminn hjá mér hefur ekki hætt að hringja síðan ég kom hingað en það er mikilvægt að taka það fram að Þróttur verður íslenskt félag með íslenska leikmenn. Kannski koma nokkrir leikmenn frá Danmörku en Þróttur verður ekki danskt félag í Reykjavík," sagði Per Rud nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti við Fótbolta.net í gær um þær breytingar sem framundan eru hjá félaginu.

Þróttur vann sér sæti í Pepsi-deildinni núna í haust og að undanförnu hefur verið lögð vinna í að styrkja félagið inn á við. Óttar Edvardsson hefur verið starfandi framkvæmdastjóri en hann var áður hjá Val og þá réði félagið nýlega Þóri Hákonarson fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ í starf íþróttastjóra og nú Per Rud sem var áður hjá Bröndby í Danmörku.

„Það getur enginn gert neitt einn, það þarf samvinnu til. En ég veit að með minni reynslu og annarra góðra einstaklinga sem við höfum hjá félaginu, Þóri frá KSÍ og Óttari, erum við með mjög reynda menn sem vinna í fullu starfi," sagði Per.

„Ég mun reyna að hraða ferlum þar sem fólk mun vinna faglegar. Við þurfum að búa til rauða línu frá yngstu leikmönnunum sem eru 5-6 ára og upp í meistaraflokk. Leikstíl og æfingar og slíkt. Það verður mitt hlutverk hérna."

„Svo mun ég auðvitað hjálpa til við meistaraflokkana svo Þróttur verði með stöðugt lið í efstu deild. En þegar þú byggir hús þá byrjarðu ekki á þakinu heldur grunninum. Við erum að gera það núna, það er gaman að vera hérna þó þetta sé mjög frábrugðið sem ég þekki til."


Viðtali má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner