Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. nóvember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Berlusconi: Ancelotti rétti maðurinn í starfið
Carlo Ancelotti, Silvio Berlusconi og Paolo Maldini á góðri stundu.
Carlo Ancelotti, Silvio Berlusconi og Paolo Maldini á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forseti AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, er afar svekktur með að ítalska landsliðið sé ekki á leið til Rússlands á næsta ári.

Carlo Ancelotti er talinn líklegastur til að taka við landsliðinu og telur Berlusconi hann vera rétta manninn í starfið.

„Ancelotti er að mínu mati rétti maðurinn í starfið," sagði Berlusconi í spjallþættinum Porta a Porta.

„Þetta eru myrkir tímar fyrir ítalska knattspyrnu, að komast ekki á Heimsmeistaramótið hefur áhrif á þjóðarsálina.

„Núna þarf landsliðið að ráða þjálfara með reynslu í hæstu gæðaflokkum og einbeita sér að komast á næstu stórmót."


Gian Piero Ventura var rekinn úr þjálfarasæti Ítala og krefjast margir landsmenn þess að Carlo Tavecchio, forseti knattspyrnusambandsins, segi einnig af sér fyrir að hafa ráðið svo óhæfan mann í starfið til að byrja með.

„Mér finnst eins og Tavecchio ætti að ráða því sjálfur hvort hann segi af sér eða ekki. Hann hefur gert margt gott fyrir ítalska knattspyrnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner