fös 17. nóvember 2017 16:41
Orri Rafn Sigurðarson
Dagur Austmann í ÍBV (Staðfest)
Dagur og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV.
Dagur og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
ÍBV hefur fengið varnar og miðjumanninn Dag Austmann Hilmarsson í sínar raðir frá Stjörnunni.

Dagur skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV nú rétt í þessu en undirskriftin fór fram í Ölgerðinni.

Dagur er fæddur árið 1998 en hann var að ganga upp úr öðrum flokki.

Síðastliðið sumar var Dagur í láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni fyrri hluta tímabils.

Hann er annar leikmaðurinn sem ÍBV fær frá Stjörnunni á stuttum tíma en framherjinn Ágúst Leó Björnsson kom til félagsins í síðustu viku. Ágúst Leó var einnig í láni hjá Aftureldingu síðastliðið sumar.

Dagur lék með Stjörnunni í yngri flokkunum en hann og tvíburabróðir hans Máni léku síðan í Danmörku frá 2013 og þar til síðastliðinn vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner