Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 09:17
Magnús Már Einarsson
David Luiz til Man Utd? - Liverpool undirbýr tilboð í Van Dijk
Powerade
David Luiz er í slúðurpakka dagsins.
David Luiz er í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Van Dijk er mættur aftur í slúðurpakkann.
Van Dijk er mættur aftur í slúðurpakkann.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag. Kíkjum á þennan þétta slúðurpakka.



Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að nýta sér það að David Luiz er ósáttur hjá Chelsea með því að reyna að fá Brasilíumanninn til United. (Daily Express)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur fengið grænt ljós á að gera tilboð í Virgil van Dijk (26), varnarmann Southampton. (Daily Mirror)

David Moyes, stjóri West Ham, gæti keypt William Carvalho miðjumann Sporting Lisabon á 28 milljónir punda í janúar. (Daily Express)

Real Betis er nálægt því að ná að sannfæra Jack Wilshere (25) um að koma til félagsins frá Arsenal. (Sun)

Chris Coleman (47), landsliðsþjálfari Wales, hefur áhuga á að taka við Sunderland. (Daily Mail)

Tony Pulis, stjóri WBA, fær mögulega bara tvo leiki til viðbótar til að bjarga starfi sínu. (Daily Star)

Newcastle gæti krækt í Jasper Cillessen (28), markvörð Barcelona á níu milljónir punda. (Talksport)

Claude Puel, stjóri Leicester, hefur áhuga á Harem Ben Arfa (30) kantmanni PSG. (Daily Mirror)

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, sendi skilaboðin #AgentP á Paulo Dybala framherja Juventus á Instagram. Sumir vilja meina að það þýði að United hafi áhuga á Dybala. (Metro)

Everton og AC Milan vilja fá króatíska varnarmanninn Domagoj Vida (28) frá Dynamo Kiev. (Sun)

Unai Emery, þjálfari PSG, segir að Neymar sé ekki til sölu. (Daily Star)

Willian vill að Chelsea kalli miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek til baka úr láni frá Crystal Palace. (Daily Express)

Steve Rowley, njósnari Arsenal til margra ára, gæti verið á förum. (Daily Telegraph)

Sven Mislintat, njósnari Borussia Dortmund, gæti tekið við af Rowley. (ESPN)

Marcus Tavernier (18), kantmaður Middlesbrough, hefur vakið athygli félaga í ensku úrvalsdeildinni. Everton og Arsenal eru þar á meðal. (Daily Mail)

Newcastle ætlar að senda njósnara til að njósna um framherjann Cenk Tosun (26) í næstu tveimur leikjum Besiktas. (The Mag)
Athugasemdir
banner
banner
banner