Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Dönum dæmdur ósigur - Svíar ósáttir
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákveðið að dæma Svíum 3-0 sigur í leik gegn Dönum í unadnkeppni HM kvenna. Liðin áttu að mætast í síðasta mánuði en Danir mættu ekki til leiks vegna kjaradeilu við danska knattspyrnusambandið.

UEFA hefur úrskurðað að Danir tapi leiknum 3-0 og greiði 20 þúsund evrur (2,5 milljónir króna) í sekt.

Svíþjóð er núna á toppi riðilsins með 9 stig en Danir eru með 6 stig.

Svíar eru hins vegar ósáttir við þennan dóm og vilja meina að Danir hafi ekki fengið nægilega refsingu fyrir að sleppa því að mæta til leiks.

Svíar eru ósáttir við að Danir hafi sleppt því að mæta í leik en eigi samt ennþá möguleika á að fara áfram á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner