Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. nóvember 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola og Sane bestir í október
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, og Leroy Sane, leikmaður liðsins, hafa verið verðlaunaðir sem bestu menn október mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola var einnig valinn stjóri september mánaðar en Manchester City hefur unnið síðustu níu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola hafði betur gegn Mauricio Pochettino (Tottenham), Arsene Wenger (Arsenal) og Sean Dyche (Burnley) í vali á stjóra mánaðarins.

Sane skoraði og lagði upp mark í öllum þremur leikjum City í janúar.

Hann var á undan Kevin De Bruyne (Manchester City), Nacho Monreal (Arsenal), Glenn Murray (Brighton), Nick Pope (Burnley) og Wilfried Zaha (Crystal Palace) í vali á leikmanni mánaðarins.

Sofiane Boufal var verðlaunaður fyrir mark mánaðarins en það má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner