Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 23:30
Helgi Fannar Sigurðsson
Jamie Redknapp: Alltof snemmt að tala um viðsnúning í Norður-London
Úr leik Arsenal og Tottenham.
Úr leik Arsenal og Tottenham.
Mynd: Getty Images
Pochettino þarf að vinna titla samkvæmt Redknapp.
Pochettino þarf að vinna titla samkvæmt Redknapp.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp ,sparkspekingur á Sky Sports, telur að ekki sé hægt að tala um að Tottenham sé orðið stærra lið en Arsenal þrátt fyrir að fyrrnefnda liðið sé að spila betur þessa stundina.

Arsenal og Tottenham mætast í baráttunni um Norður-Lundúnir á Emirates-Leikvanginum á morgun.

Ef þú ættir að setja saman lið úr leikmannahópum Arsenal og Tottenham þá yrðu vissulega ekki margir leikmenn Arsenal fyrir valinu, það er rétt," sagði Redknapp.

„Það má samt ekki gleyma því að Arsenal hefur verið betra lið en Tottenham í langan tíma og Tottenham hefur ekki endað fyrir ofan Arsenal síðan tímabilið 1994-95."

„Tottenham hefur sett sig í frábæra stöðu fyrir framtíðina, margir góðir ungir leikmenn, langir samningar leikmanna og nýr völlur."

„Þeir verða að halda áfram og nýta þessa góðu stöðu sem þeir eru í, halda áfram og vinna titla."

„Þess vegna er mjög svekkjandi fyrir þá að hafa dottið út í deildarbikarnum á móti West Ham því Mauricio Pochettino verður dæmdur á titlum sem hann skilar í hús fyrir félagið. Ég hef samt fulla trú á að þeir komi á endanum."


Redknapp telur stöðuna hjá Arsenal hins vegar ekki eins góða þessa stundina.

„Alexis Sanchez og Mesut Özil verða báðir samningslausir í lok tímabils og það er ófagmannlegt af félagi sem hefur verið svo vel rekið í mörg ár."

„Þetta eru erfiðir tímar fyrir stuðningsmenn Arsenal. Þegar Arsene Wenger kom til Englands var hann skrefi á undan öllum öðrum með þjálfunaraðferðum sínum, nú er Pochettino sá þjálfari."


Samkvæmt Redknapp þarf Tottenham helst að vara sig á Aaron Ramsey í leiknum á morgun.

„Eftir að hann var færður framar á völlinn hefur hann bætt sig, hann hefur mikla orku og er hættulegur fram á við"

Leikur Arsenal og Tottenham fer fram klukkan 12:30 á morgun.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner