Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 19:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Joe Gomez getur spilað í vörn Liverpool í fimmtán ár
Joe Gomez úti að hjóla.
Joe Gomez úti að hjóla.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Joe Gomez geti leikið í hjarta varnar Liverpool næstu fimmtán árin.

Þessi tvítugi leikmaður lék með enska landsliðinu í vináttulandsleikjum gegn Þýskalandi og Brasilíu á dögunum.

Þessi fyrrum unglingaleikmaður hjá Charlton hefur verið að fylla skarð Nathaniel Clyne í hægri bakverðinum og Klopp telur að leikmaðurinn eigi bjarta framtíð á Anfield.

„Hann er ungur en er klárlega tilbúinn í ensku úrvalsdeildina. Það er enginn vafi á því. Við viljum hafa hann í vörninni næstu fimmtán ár. Hann getur spilað sem miðvörður eða bakvörður og það er gott fyrir okkur," segir Klopp.

Það liðu alls 23 mánuðir milli úrvalsdeildarleikja sem Gomez spilaði eftir að hann sleit liðbönd í hné.

Liverpool er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Southampton á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner